Litli leikklúbburinn kominn af stað aftur.

Stórkostleg sýning átti sér stað, þegar þurfti að lengja flugvöllinn á Akureyri og voru blaðamenn með í liði þerra um að segja látlaust frá vandræðum, sem áttu sér stað á Akureyrarflugvellli vegna þess hve stuttur hann var, - að mati heimamanna.  Því til sönnunar, var sett upp leikrit við að flytja út fisk frá flugvellinum með AN-12 flugvélum, sem þurftu langa braut til flugtaks.  Auðvitað gleypti Kristján Möller þáverandi samgönguráðherra þetta hrátt, enda Ejafjörður þungaviktasvæði til áframhaldandi setu á Alþingi.

Nú er nýtt stykki komið á fjalirnar hjá þeim í Eyjafirði.  Ekki stendur á blaðamönnum mbl.is að taka þátt í leiknum.  Nú er Víkurskarð ófært sem aldrei fyrr og stöðugur fréttaflutningur um bíla sem eru fastir þar.  Ekki er minnst lengur á þörfina á að grafa göng til Norðfjarðar, en þar er aðalsjúkrahús austfirðinga.  Þau göng eru tilbúin til útboðs og hafa verið um all langan tíma.  Ekki vantar að fv. samgönguráðherra var ítrekað búinn að gefa góð orð um að hafist yrið fljótlega handa við þá framkvæmd.  Ekki verður af þeirri framkvæmd í bráð.

Kristján Möller er auðvitað að hugsa um atkvæði sín.  Þau eru mun fleiri í Eyjafirði og því mega aðrir éta það sem úti frís.  Það er lítið að marka það sem stjórnmálamenn segja rétt fyrir kosningar.  Ljóst er að pótitíkin fer í manngreinaálit eftir vægi kjósenda.  Því fleiri atkvæði, því ríkari ástæða er að moka fjármagni í þau svæði sem hafa marga kjósendur.  Það auðveldar atkvæðasmölunina á kjördag.


mbl.is Festu bíl í Víkurskarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ekkert að gera með göng þarna fyrir norðan og austan. Ég vil fá göng á milli Hellu og Hvolsvallar ...þar er þörfin brýnust!

corvus corax, 19.12.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

corvus corax.......
.....
flýgur yfir öll veður og þarf ekki jarðgöng.....

Benedikt V. Warén, 19.12.2010 kl. 13:30

3 identicon

Ég tel reyndar mun þarfara að fara í Vaðlaheiðargöng heldur en Norðfarðargöng, einfaldlega vegna þess að þess er ekki langt að bíða að við missum fjórðungssjúkrahúsið okkar til Akureyrar enda er það mun betra en að hafa það á Norðfirði fyrir stærstan hluta Austurlands. En þetta er hárrétt hjá þér með leikritið.

(IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband