Um helmingur þjóðarinnar býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu......

.....en fær alla fulltrúana nema þrjá. 

Þetta er nákvæmlega það sem mun gerast ef landið verður gert að einu kjördæmi, rödd landsbyggðarinnar verður kjæfð.  Ef til þess kemur, verður að fylgja með að allir fjármunir, sem verða til heima í héraði, verða þar eftir, einungis greitt samkvæmt höfðatölu í sameiginlegar þarfir Alþingis, löggjafavaldsins.  Öll sveitarfélög greiði sömu krónutölu miðað við hvern einstakling sveitarfélagsins.

Frakvæmdavaldið verði jafnframt flutt  heim í hérað.

Þeir sem hlutu kosningu:

Af Stór-Reykjavíkursvæðinu

Guðmundur Gunnarsson, 112 Reykjavík
Katrín Fjeldsted, 101 Reykjavík
Eiríkur Bergmann Einarsson, 107 Reykjavík
Ómar Ragnarsson, 108 Reykjavík
Illugi Jökulsson, 101? Reykjavík
Pawel Bartusek, 101? Reykjavík
Pétur Gunnlaugsson, 103 Reykjavík
Salvör Nordal, 107 Reykjavík
Silja Bára Ómarsdóttir, 107 Reykjavík
Vilhjálmur Þorsteinsson, 101 Reykjavík
Þorvaldur Gylfason, 101 Reykjavík
Þórhildur Þorleifsdóttir  101? Reykjavík
Örn Bárður Jónsson. 101? Reykjavík
Andrés Magnússon,  200 Kópavogur
Arnfríður Guðmundsdóttir,  200 Kópavogur
Gísli Tryggvason, 201 Kópavogi
Ástrós Gunnlaugsdóttir, 210? Garðabæ
Freyja Haraldsdóttir, 210 Garðbæ
Inga Lind Karlsdóttir, 210 Garðabæ
Lýður Árnason, 220 Hafnarfirði
Þorkell Helgason, 225 Álftanesi

Af gjörvallri landsbyggðinni

Dögg Harðardóttir, 603 Akureyri
Erlingur Sigurðarson, 600 Akureyri
Ari Teitsson, 641 Þingeyjarsveit


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsbyggðamenn hefðu þá kannski bara átt að kjósa. Kjörsókn var mest a höfuðborgarsvæðinu.

En stjórnarskráin kemur byggðarmálum ekkert með. Við eru öll íslendingar.

Óli (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Óli.  Það er ekki allur munur á hvar var mesta kjörsóknin.  36 eða 40%, aðeins bitamunur en ekki fjár.

Þetta sýnir svo ekki verður um villst, hvers má vænta í alþingiskosningum, ef landið verði gert að einu kjördæmi.  Landsbyggðin verður ekki talin með.  Allir helstu fjölmiðlarnir eru í Reykjavík og þar af leiðandi auðveldara um vik að koma sér á framfæri þar en á landsbyggðinni.  Hér á Austurlandi er rekin útnárastöð frá RÚV, til að friða mannskapinn og það gert með einum manni.  Það verður hins vegar ekki frá honum tekið, - hann er betri en enginn.

Við erum öll Íslendingar, þegar við höfum eitthvað vægi í stjónmálunum, ekki bara til að skaffa fé í hítina.

Benedikt V. Warén, 30.11.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta verður allt í lagi Pelli síðast kom stjórnaskráin frá Köben nú kemur hún úr 101 Reykjavík.  Það sem er þó enn ánægjulegra er að stjórnlagaþingshópurinn samanstendur að mestu af vel háskólamenntuðum einstaklingum sem voru á fínum launum við að koma Íslandi á hausinn.  Þessi einvala hópur sakleysingja ætti því að hafa þekkingu á hvar vítin eru til að varast. 

Magnús Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 20:25

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er meira en helmingur Benedikt það er um 80% landsmanna á Stór-höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarmálin koma nú svolítið landsbyggðarmönnum við Óli. Þú verður nú að viðurkenna það.

Guðmundur St Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 22:57

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kjörsókn á Suðurlandi, Akureyri og víðar var rétt um 30%. T.d. í Vestmannaeyjum rétt um 27% að mig minnir.

"helstu fjölmiðlarnir eru í Reykjavík" segirðu, en þeir kynntu frambjóðendur ekki neitt! Frambjóðendur kynntu sig á netinu.

Það er ekkert erfiðara að blogga og nota Facebook úti á landi en í Reykjavík.

Skeggi Skaftason, 30.11.2010 kl. 23:45

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús.  Spurning um hvort hægt sé að tala um stjórnlagaþing, er ekki nær að tala um fjölmiðlaþing? Þorri þeirra sem komust að, eru vel kynntir vegna þess hve mjög þeim hefur verið hampað á undanförnum árum í fjölmiðlum. 

Guðmundur.  Ég átti að sjálfsögðu við atgerfið.  Þó fleiri búi á Stór-Reykjavíkursvæðinu segir það ekki alla söguna.      Hvað um það, ef miðað við 80% hefðu þá hlutfallið af landsbyggðinni að vera a.m.k. fimm einstaklingar.

Skeggi.  Þetta eru einstakllingar sem hafa ítrekað verið í fjölmiðlum og verið áberandi í umræðunni, ekki í aðdraganda kosningarinnar sjálfrar.  Það er síður leitað til einstaklinga af landsbyggðinni til að koma fram í t.d. Silfri Egils, m.a. vegna kostnaðarauka við að vera lengra frá "settinu" í Efstaleitinu. 

Blogg og Facebook er góðra gjalda verð, en það er að æra óstöðugan kjósanda að fara yfir skoðun yfir 500 frambjóðenda og því velja þeir kjósendur, sem á annað borð nenntu á kjörstað, að velja úr þekkt andlit.

Það þarf í sjálfu sér ekki að vera verra, en það er umhugsunarvert.

Benedikt V. Warén, 1.12.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband