Er Agl.is í andaslitrunum?

Vona ekki.  En, - er von að þeirri hugsun skjóti niður?

Nú 17. sept. er nýjasta fréttin á Agl.is dagsett 15. sept. Þrátt fyrir stórfrétt frá Borgarfirði Eystri um að Fiskverkun Kalla hafi sagt upp öllu sínu starfsfólki og hefur í hótunum við Matvælastofnunina. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/16/krefst_opinberrar_rannsoknar/. 

Það er miður ef þessi miðill er að drabbast niður. – mjög miður.

Ummælakerfið hjá Agl.is hefur einnig verið úti á annan sólahring, en það er ef til vill í lagi, lítil umfjöllun þar og rýr eftir að innskráningu á það var krafist.  Það er slæmt, vegna þess að oft komu þar inn góðar og gildar ábendingar frá einstaklingum, sem ekki vildu láta nafns síns getið. 

Það á ekki að láta þær ábendingar gjalda þess að nokkrir, sem ekki hafa þroska til að halda sig á málefnalegum nótum og í skjóli nafnleyndar eru í persónulegu skítkasti.  Þessir einstaklingar eru ekki í fullkomlega andlegu jafnvægi og verða alltaf aumkunarverðir hvort eð er.  Slíkum athugasemdum má farga.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband