Líf ríkistjórnarinnar að fjara út.

Klukkan 10:00 á sunnudagsmorgunn 7. mars n.k. gengur Jóhanna Sigurðardóttir á fund forseta Íslands og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Klukkan 15:00 við setningu þings á mánudaginn 8. mars n.k. les forseti Alþingis bréf frá Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún segir af sér þingmennsku.  Skynsemin hefur að lokum náð tökum á fyrrverandi forsætisráðherra.  Betra seint en aldrei.....

 

......maður getur allavega látið sig dreyma. Woundering

 


mbl.is Segja nei þrátt fyrir viðvaranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Og hvað tekur þá við ,stjórnleysi er það það sem þið viljið ? Viljið þið stjórn þeirra sem settu allt í þrot ? Nei takk Málið með icesave er ekkert búið þó við segjum nei menn skulu átta sig á því Það fer ekkert það þarf eftir sem áður að semja um þetta mál .

Menn mega bara ekki gleyma því að Icesave hverfur ekkert ,það hangir yfir okkur þó við segjum nei . Mér finnst margir halda að  með því að segja nei séum við að segja við greiðum ekki en svo er ekki, menn mega heldur ekki gleyma því.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.3.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur, þakka innlitið. 

Mitt mat er það, að botninum er náð í lélegri stjórn ríkismála.  Sama hvað tekur við, það vesnar ekki úr þessu.  Gleymum Icsave, Hollendingar og Bretar geta hamast eins og þeir vilja, - verði þeim að góðu.  Spyrjum að leikslokum, þeir hafa ekkert að byggja á, hvorki löglega né siðferðislega.

Nú eigum við að snúa okkur að því að byggja upp, taka til við að bjarga því sem bjargað verður.  Þetta er "rústabjörgun".  Þetta er verkefni sem þarf að vinna og leysa, eins og aðrar þjóðir sem hafa lent í hamförum, sem eru keimlíkar okkar, - nema við erum að fást við hamfarir af mannavöldum. 

Áttaðu þig lík á því að það voru erlendir glæpamenn sem áttu einnig þátt í þessu, ekki bara innlendir.  Gordon Brown er í þeim hópi, þegar hann flokkaði Ísland með hryðjuverkasamtökum og setti allt í verri hnút en þurfti að vera.  Mátulegt á hann að þurfa að rembast við að reyna að leysa þann hnút sem hann er búinn að setja allt málið í.  Spái því að ríkisstjórn hans falli áður en honum tekst það.  

Benedikt V. Warén, 5.3.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband